Guðmundur í Nesi RE 13

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Guðmundur í Nesi RE 13 er hér á siglingu á Eyjafirði en myndina tók ég þann 1. nóvember 2008.

Nú tíu árum síðar og tæpum mánuði betur var áhöfninni sagt upp og togarinn settur á söluskrá. Guðmundur í Nesi var smíðaður árið 2000 og hefur verið í eigu Brims hf. (nú Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.)  frá 2004. 

Guðmundur í Nesi RE 13 var smíðaður í Tomrefjørd í Noregi, skrokkurinn reyndar smíðaður í Rúmeníu, og er 66 metrar að lengd og 14 metra breiður, mælist 2,464 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd