
Þessa mynd af Iðu ÞH 321 tók ég sl. sunnudagskvöld þegar rofaði til eftir norðanhríð síðustu daga.
Iða hét áður Von ÞH 54 og var smíðuð í Neskaupstað árið 1975. Báturinn er 6 brl. að stærð og hét upphaflega Þórey NK 13. Síðan Þórey ÞH 11 frá Þórshöfn á Langanesi og því næst Vilborg ÞH 11 frá Húsavík.
Sigurður Kristjánsson á Húsavík eignaðist síðan bátinn vorið 1991 og nefndi Von ÞH 54. Vonina gerði hann út til ársins 2016 er hann keypti Guðný NS 7 og nefndi Ósk ÞH 54.
Eigandi Iðu ÞH 321 er Galti ehf. á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.