Iða við bryggju á vetrarkveldi

1432. Iða ÞH 321 ex Von ÞH 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þessa mynd af Iðu ÞH 321 tók ég sl. sunnudagskvöld þegar rofaði til eftir norðanhríð síðustu daga.

Iða hét áður Von ÞH 54 og var smíðuð í Neskaupstað árið 1975. Báturinn er  6 brl. að stærð og hét upphaflega Þórey NK 13.  Síðan Þórey ÞH 11 frá Þórshöfn á Langanesi og því næst Vilborg ÞH 11 frá Húsavík.

Sigurður Kristjánsson á Húsavík eignaðist síðan bátinn vorið 1991 og nefndi Von ÞH 54. Vonina gerði hann út til ársins 2016 er hann keypti Guðný NS 7 og nefndi Ósk ÞH 54.

Eigandi Iðu ÞH 321 er Galti ehf. á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd