
Rækjubáturinn Vestri BA 63 kom til Húsavíkur fyrir stundu en stoppaði stutt við. Hann er í þessum skrifuðu orðum nýfarinn úr höfn.
Vestri hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 og er gerður út af Vestra ehf. á Patresfirði.
Haukur Sigtryggur sendi miða um árið og þar stóð:
0182…. Vestri BA 63. TF-VR. IMO-nr. 6400525. Smíðanúmer 3. Skipasmíðastöð: Karmsund Verft og Mek verksted A/S Avaldsnes. Norge. 1963. Lengd: 28,77. Breidd: 6,74. Dýpt: 3,23. Brúttó: 193. Yfirbyggt. 1988. Endurbyggt 1999. Endurbyggt 2005-2006. Mótor 1963 Lister 600 hö. Ný vél 1980 Mirrlees Blackstone 515 kw. 700 hö. Ný vél 2006 Stork Wartsila 730 kw. 993 hö. Nöfnin sem hann hefur borið: Sigurður Jónsson SU 150. – Sædís ÁR 220. – Steinanes BA 399. – Ólafur Ingi KE 34. – Grettir SH 104. – Vestri BA 63. Vestri BA 63. Útg: Vestri ehf. Patreksfirði. (2017).
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Fast þeir sækja frændur mínir að vestan(Kollsvík) og kannske hægt að fá Kampalampa ofaná nokkrar brauðenda , kv. sunnan af jarðskjálfta svæði Ssv af Keili . AE. ps. legg inn pöntun Hafþór 2 dagatöl 2022.
Líkar viðLíkar við