
Svanur ÞH 100 var gerður út af Útgerðarfélaginu Vísir hf. sem keypti bátinn til Húsavíkur árið 1969.
Upphaflega hét báturinn Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965.
Árið 1977 kom til eigendaskipta á bátnum er Útgerðarfélagið Vísir hf. seldi hann Guðmundi A. Hólmgeirssyni sem nefndi hann Aron ÞH 105.
Báturinn var seldur frá Húsavík síðla árs 1980.
Um bátinn má lesa nánar hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.