Akurey RE 6

233. Akurey RE 6. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Akurey RE 6 kemur hér til Húsavíkur á síldarárunum og afli greinilega góður.

Akurey var smíðuð í Noregi fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík og kom ný til landsins í júní árið 1964. Smíðin fór fram hjá Ankerlökken Verft A/S í Florø en báturinn var smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.

Akurey RE 6 var 251 brl. að stærð búin 660 hestafla Lister aðalvél. Hún var lengd í Noregi árið 1967 og mældust þá 281 brl. að stærð.

Akurey var seld Haraldi Böðvarssyni & co á Akranesi árið 1972. Fékk hún nafnið Skírnir AK 16.

Báturinn var yfirbyggður 1977 og mældist þá 233 brl. að stærð en um leið var Listernum skipt út fyrir nýja 1160 hestafla Alpha aðalvél.

Síðar var skipt um brú á Skírni en árið 1988 keypti Rafn hf. í Sandgerði bátinn og gaf honum nafnið Barðinn GK 375.

Hann varð síðar Barðinn GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og frá árinu 2003 Erling KE 140 sem var hans síðasta nafn. Reyndar KE 14 í restina og nýr Erling hafði leyst hann af hólmi.

Árið 2000 hét báturinn Óli á Stað GK 4 og fór þá utan til Lettlands í töluverðar breytingar þar sem m.a var settur á hann nýr afturendi.

Báturinn skemmdist í bruna um síðustu áramót og ekki talið svara kostnaði að gera við hann.

Erling KE 140 var dreginn til Belgíu þar sem hann fór í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ein athugasemd á “Akurey RE 6

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s