Greg Mortimer kom til Húsavíkur í dag

IMO 9834648. Greg Mortimer. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Skemmtiferðaskipið Greg Mortimer kom til Húsavíkur fyrir stundu og eftir rúmlega sex klst. siglingu frá Akureyri.

Greg Mortimer var smíðað í Kína árið 2019 og er af Ulstein X-BOW gerð. Smíðað til siglinga við Suðurskautið sem og á norðlægum slóðum.

Lengd þess er 104,4 metrar og breidd 18,4 metrar og það mælist 8,035 GT að stærð.

Það tekur um 130 farþega.

Skipið er svokallað leiðangursskip og gert út af Aurora Expeditions og er það í sinni fyrstu ferð til Íslands.

Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.

Greg Mortimer komst í fréttir vorið 2020 þegar kórónuveiran geisaði um borð í því.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s