Serene LK 297 á Eyjafirði

IMO 9167928. Serene LK 297. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Þessi mynd var tekin sumarið 2006 þegar Serene LK 297 kom til Akureyrar en Samherji hf. hafði þá nýlega fest kaup á skipinu frá Hjaltlandseyjum.

Skipið fékk nafnið Margrét EA 710 og hélt þessum fallega rauða lit til ársins 2010 en þá keypti Síldarvinnslan hf. það og nefndi Beitir NK 123.

Í kjölfarið var það málað blátt en Síldarvinnslan seldi það til Noregs árið 2013, í skiptum fyrir norska uppsjávarveiðiskipinu Gardar.

Þar hélt skipið bláa litnum þar til nýverið að það var málað grænt eins og skip Gardarsútgerðarinnar hafa jafnan verið.

Og á dögunum bárust þær fréttir að skipið væri aftur að koma í íslenska flotann eftir að Vinnslustöðin hf. keypti það.

Gardar fær nafnið Gullberg VE 292 og er væntanlegt til Vestmannaeyja á næstunni.

Og eins og menn vita er litur Vinnslustövarinnar blár, með undantekningum þó.

Skipið var smíðað í Flekkefjørd í Noregi árið 1998, það er 71 metrar að lengd, 13 metra breitt og mælist 2,188 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s