Egill og Harðbakur í slipp á Akureyri

1246. Egill SH 195 – 2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Á þessari mynd frá því í gær gefur að líta Egil SH 195 frá Ólafsvík og togara ÚA, Harðbak EA 3, í slippnum á Akureyri.

Egill SH 195, sem m.a er í vélarskiptum, var smíðaður á Seyðisfirði árið 1972. Hann hefur verið lengdur og yfirbyggður auk þess sem ný brú var sett á hann. Upphaflega Fylkir NK 102.

Mesta lengd hans er 28,15 metrar og breiddin 5,9 metrar. Hann mælist 183 BT að stærð. Útgerð Litlalón ehf. í Ólafsvík.

Harðbakur EA 3 kom nýr til landsins í nóvembermánuði 2019 og er hann 28,95 metrar að lengd, 12 metra breiður og mælast 611 BT að stærð. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s