
Hér gefur að líta norska uppsjávarveiðiskipið Hardhaus VL-9-AV við kolmunnaveiðar sunnan við Færeyja.
Myndina tók Hólmgeir Austfjörð í vor.
Hardhaus VL-9-Av er nýlegt og glæsilegt skip, afhent samnefndu fyrirtæki árið 2021 en það var smíðað í Tyrklandi.
Skipið er 74,5 metrar að lengd og 16 metra breitt.
Ísfélag Vestmannaeyja keypti eldri Hardhaus í lok árs 2020 og nefndi Álsey VE 2.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution