Nýtt Hoffell væntanlegt

IMO 9414709. Asbjørn HG-265 ex Gitte Henning. Ljósmynd Högni Páll Harðarson 2022.

Í gær var skrifað formlega undir kaup LVF á uppsjávarskipinu Asbjørn HG-265 frá Danmörku og sölu á Hoffelli.

Frá þessu er greint á Fésbókarsíðu Loðnuvinnslunnar.

Bæði skipin eru komin í slipp í Noregi. Asbjørn er 14 ára gamalt, 9 árum yngra en Hoffell. Afhending fer fram á næstu dögum.

Nýtt Hoffell er með 2.530 m3 lest á móti 1.650 m3 í eldra skipi og er 53% stærra, skipið er með 8.100 hestafla vél á móti 5.900 hestöflum og togkraftur er 40% meiri. Mjög góð aðstaða er fyrir áhöfn.

Ljóst er að þessi kaup er mikið framfaraspor fyrir Loðnuvinnsluna og byggðarlagið. Þetta er nauðsynleg breyting þar sem lengra er að sigla á makrílmiðin en áður og langt að sækja síld, kolmunna og loðnu til hrognatöku.

„Hluthöfum, starfsmönnum LVF og íbúum á Fáskrúðsfirði er óskað til hamingju með þetta stóra skref í atvinnusögu bæjarins“. Segir í tilkynningunni frá LVF.

Högni Páll Harðarson tók meðfylgjandi mynd af nýja Hoffellinu í Noregi og léði síðunni til afnota.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s