
Beitir NK 123 frá Neskaupstað er hér að rækjuveiðum um árið en það var Síldarvinnslan hf. sem gerði hann út.
Beitir NK 123 hét áður Óli Óskars og var smíðaður í Vestur-Þýskalandi árið 1958. Hann hét upphaflega Þormóður goði og var í fyrstu síðutogari en var breytt í nótaskip árið 1978.
Þá var skipið yfirbyggt og sett í það ný 2.640 hestafla vél. Skipið var 766 brúttólestir að stærð og gat borið um 1.300 tonn af loðnu.
Beitir var seldur til niðurrifs árið 2007.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution