Kristrún II, Mars og Kristrún

2774. Kristrún II RE 477, 2986. Mars RE 270. 3017. Kristrún RE 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hér gefur að líta þrjá línu- og netabáta í flota Reykvíkinga, allir ljósum prýddir í Reykjavíkurhöfn. Í miðjunni er Mars RE 270 með Kristrúnur til hvorrar handar. Sú eldri er vinstra megin en hún ber nú nafnið Kristrún … Halda áfram að lesa Kristrún II, Mars og Kristrún

Ilivileq og friðarsúlan

IMO: 9830434. Ilivileq GR 2-201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Frystitogarinn Ilivileq GR 2-201 er hér ljósum prýddur í Reykjavíkurhöfn en hann er í eigu Arctic Prime Fisheries ApS á Grænlandi. Í baksýn grillir í friðarsúluna í Viðey. Ilivileq var smíðaður í spænsku skipasmíðastöðinni Astilleros Armon Gijon á Norður-Spáni og afhentur vorið 2020. Með því að … Halda áfram að lesa Ilivileq og friðarsúlan

Jökull kominn í jólafrí

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línuskipið Jökull ÞH 299 kom til Húsavíkur í morgun og landaði en það er GPG Seafood ehf. sem á og gerir Jökul út. Heimahöfn hans er Raufarhöfn. Að löndun lokinni var skipið fært inn fyrir við Þvergarðinn enda kallarnir komnir í jólafrí. Jökull var … Halda áfram að lesa Jökull kominn í jólafrí

Lauwersborg kom í morgun

IMO 9399387. Lauwersborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Lauwersborg kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til kísilvers PCC á Bakka.  Lauwersborg, sem kom hingað einnig í byrjun nóvember, er 4,695 GT að stærð og var smíðað árið 2007. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 14 metrar. Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn … Halda áfram að lesa Lauwersborg kom í morgun

Landað í kvöldblíðunni

2995. Háey I ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Kallarnir á Háey I ÞH 295 komu nú undir kvöld að landi á Húsavík með góðan afla. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar löndun var langt komin en það er GPG Seafood ehf. sem á og gerir þennan nýjasta línubát flotans út. 2995. Háey I ÞH 295 … Halda áfram að lesa Landað í kvöldblíðunni

Sjöstjarnan VE 92

601. Sjöstjarnan VE 92 ex Dröfn RE 135. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sjöstjarnan VE 92 hét upphaflega Ingiber Ólafsson GK 35 og var báturinn smíðaður árið 1961 í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði. Báturinn sem var 83 brl. að stærð var smíðaður fyrir Jón og Óskar Ingiberssyni í Keflavík og bar hann nafn föður þeirra. … Halda áfram að lesa Sjöstjarnan VE 92

Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi 

Skinney-Þinganes hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku. Lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar. Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar. Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmetrar. Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024. 

Háey I við bryggju á Húsavík

2995. Háey I ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Háey I ÞH 295 við bryggju á Húsavík skömmu áður en báturinn hélt í róður í dag. Í bakgrunnni eru höfuðstöðvar GPG Seafood ehf. sem á og gerir Háey I út. 2995. Háey I ÞH 295. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2021. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Háey I við bryggju á Húsavík