Hafrafell farið austur

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar 2021. Þeim fækkar aðkomubátunum sem róið hafa frá suðvesturhorninu að undanförnu og mokfiskað. Hrygningarfiskurinn er nú genginn af slóðinni og fiskiríið dottið niður enda ekki að ástæðulausu að lokadagur vetrarvertíðar var hér áður fyrr 11. maí. Hafrafell SU 65 lét úr höfn í Grindavík í … Halda áfram að lesa Hafrafell farið austur

Sighvatur hélt til veiða í kvöld

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2021. Línuskipið Sighvatur GK 57 til veiða frá Grindavík í sólinni fyrr í kvöld. Hann kom inn til löndunar í morgun og landaði rétt rúmum 200 körum, það gerir um 65 tonn. Uppistaða aflans var langa. 1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmyndir … Halda áfram að lesa Sighvatur hélt til veiða í kvöld

Skúmur RE 90

1151. Skúmur RE 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skúmur RE 90 var smíðaður fyrir Kristján Einarsson árið 1971 í Bátasmiðju Jóhanns L. Gíslasonar í Hafnarfirði.      Báturinn hét Skúmur alla tíð og með heimahöfn í Reykjavík. Hann var tekinn af skipaskrá í ársbyrjun 2010 en hafði síðast haffæri árið 2001. Heimild aba.is Skúmur var 10 brl. að … Halda áfram að lesa Skúmur RE 90

Útgerðarfélagið Blakknes ehf. fær nýjan 30 tonna Cleopatra 40BB bát

2999. Hulda GK 17. Ljósmynd Trefjar 2021. Útgerðarfélagið Blakknes ehf í Sandgerði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Hulda var hönnuð í samstarfi við Ráðgarð ehf. Framkvæmdastjóri Blakkness er Sigurður Aðalsteinsson. Skipstjóri á bátnum Emanúel Þórður Magnússon. Nýi báturinn heitir Hulda GK 17. Báturinn er 12.5 metrar … Halda áfram að lesa Útgerðarfélagið Blakknes ehf. fær nýjan 30 tonna Cleopatra 40BB bát

Sólborg SU 202

1359. Sólborg SU 202 ex Sturlaugur II ÁR 7. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sólborg SU 202 kemur hér inn til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en Tryggvi Sigurðsson tók myndina. Báturinn hét upphaflega Sturlaugur II ÁR 7 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar h.f. á Ísfirði og afhentur í febrúar árið 1974. Hann var 138 … Halda áfram að lesa Sólborg SU 202

Hulda GK 17 kom úr fyrsta róðri

2999. Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Línubáturinn Hulda GK 17 kom til hafnar í Grindavík úr sínum fyrsta róðri en báturinn er nýsmíði frá Trefjum í Hafnarfirði. Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir þegar Hulda kom að landi og skrifar eftirfarandi á Báta og bryggjurölt: Báturinn reyndist vel í alla staði í þessum … Halda áfram að lesa Hulda GK 17 kom úr fyrsta róðri

Halldór afi GK 222

1546. Halldór afi GK 222 ex Frú Magnhildur GK 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Netabáturinn Halldór afi GK 222 kemur hér að landi í Keflavík þann 23. apríl sl. og Bergvík GK 22 fylgir í humátt á eftir. Báturinn, sem gerður er út af Maron ehf., var smíðaður árið 1979 í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. … Halda áfram að lesa Halldór afi GK 222

Sigurfari VE 138

1213. Sigurfari VE 138 ex Náttfari RE 75. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sigurfari VE 138 hét upphaflega Heimaey VE 1 og var smíðuð árið 1972 í Slippstöðinn á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Sigurð Georgsson skipstjóra. Báturinn, sem upphaflega var 105 brl. að stærð, var lengdur árið 1973 og mældist þá 126 brl. að stærð. … Halda áfram að lesa Sigurfari VE 138