Halldór afi GK 222

1546. Halldór afi GK 222 ex Frú Magnhildur GK 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Netabáturinn Halldór afi GK 222 kemur hér að landi í Keflavík þann 23. apríl sl. og Bergvík GK 22 fylgir í humátt á eftir.

Báturinn, sem gerður er út af Maron ehf., var smíðaður árið 1979 í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd.

Halldór afi mælist í dag rúmlega 23 brl. að stærð en hann var lengdur árið 1996.

Báturinn hét upphaflega Einar Hólm SU 50 og var með heimahöfn á Eskifirði. Árið 1983 fékk hann nafnið Gestný Þórðardóttir BA 91 með heimahöfn á Barðaströnd. 

Árin 1985 til 1995 hét báturinn Guðbjörn ÁR 34 og heimahöfnin Þorlákshöfn. Frá árinu 1995 hét hann Særós RE 207.

Það var svo árið 2005 sem báturinn var seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Glófaxi ll VE 301 sem breyttist sama ár í Frú Magnhildur VE 22.

Árið 2012 kom báturinn á Reykjanesið þar sem hann hefur verið síðan. Fyrst hét hann Frú Matthildur GK 222 en frá árinu 2016 hefur báturinn borið það nafn sem hann ber í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s