
Geisli, bátur Vegagerðarinnar, var við mælingar í Húsavíkurhöfn í gær og var þessi mynd tekin þá.
Geisli var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1994 og er Sómi 660. Fyrsta kastið hét hann Eyjasómi HF 100 og var í eigu bátasmiðjunnar.
Síðan hefur hann verið í eigu Vita- og hafnamálastofnunar, Siglingastofnunar Íslands og frá árinu 2014 er Vegagerðin skráður eigandi. (aba.is)
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution