
Sólborg SU 202 kemur hér inn til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en Tryggvi Sigurðsson tók myndina.
Báturinn hét upphaflega Sturlaugur II ÁR 7 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar h.f. á Ísfirði og afhentur í febrúar árið 1974. Hann var 138 brl. að stærð, búinn 750 hestafla Caterpillar aðalvél.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution