Hulda GK 17 kom úr fyrsta róðri

2999. Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Línubáturinn Hulda GK 17 kom til hafnar í Grindavík úr sínum fyrsta róðri en báturinn er nýsmíði frá Trefjum í Hafnarfirði.

Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir þegar Hulda kom að landi og skrifar eftirfarandi á Báta og bryggjurölt:

Báturinn reyndist vel í alla staði í þessum fyrsta róðri að sögn skipverja, sem sögðu þó að aflinn hefði mátt vera meiri. Aflinn var um 3 tonn.

Þegar að Hulda lagðist að bryggju steig sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík um borð og blessaði hinn nýja bát eins og venja er þegar ný skip koma í höfn í fyrsta skipti. Að athöfn lokinni var gestum boðið uppá veitingar.

Hulda GK 17 er af gerðinni Cleopatra Fisherman 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð. Eigandi og útgerðaraðili Huldu er Blakknes ehf en að því félagi standa feðgarnir Sigurður Aðalsteinsson, Ólafur Már Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Heimahöfn Huldu er Sandgerði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s