Sigurfari VE 138

1213. Sigurfari VE 138 ex Náttfari RE 75. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sigurfari VE 138 hét upphaflega Heimaey VE 1 og var smíðuð árið 1972 í Slippstöðinn á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Sigurð Georgsson skipstjóra.

Báturinn, sem upphaflega var 105 brl. að stærð, var lengdur árið 1973 og mældist þá 126 brl. að stærð. Árið 1976 var Hraðfrystistöð Vestmannaeyja einn eigandi bátsins og árið 1979 var hann styttur og yfirbyggður og mældist þá 112 brl. að stærð.

Heimaey VE 1 var seld Útgerðarfélaginu Barðanum h/f í Kópavogi árið 1981 og fékk hann nafnið Náttfari RE 75. Hann var svo seldur aftur til Eyja og nefndur Sigurfari VE 138, eigendur Bjarni Sighvatsson og Haraldur Gíslason. 1985 kemst báturinn aftur í eigu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. og nefndur Stefnir VE 125. 

Eftir það hét hann Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Þröstur RE 211, Látravík BA 66, Hafsúlan HF 77, Jói Bjarna SF 16, Sindri GK 421, Sindri GK 42 og loks Sindri SF 26.

Upphaflega var sett í bátinn 649 hestafla MWM aðalvél og var hún í honum alla tíð. Á einhverjum tímapunkti var afturendanum slegið út eins og sjá má á þessum myndum.

Báturinn var afskráður árið 2007 og fór erlendis í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s