
Freyja RE 38 hét upphaflega Sigurborg AK 375 og var smíðuð árið 1972 fyrir Þórð Guðjónsson útgerðarmann á Akranesi.
Báturinn, sem var 103 brl. að stærð og búinn 500 hestafla Alpha aðalvél, var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranes.
Árið 1980 fær báturinn nafnið sem hann ber á myndinni, Freyja RE 38. Þá voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Gunnar I. Hafsteinsson eignaðist Sigurborgu og nefndi Freyju.
Freyjan sem fór upp á Skaga í staðinn fékk nafnið Sigurborg AK 375. Upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupstað.
Freyja var seld til Noregs í lok árs 1987 en í hennar stað kom nýsmíði frá Noregi sem fékk nafnið Freyja RE 38.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution