Ása í slipp í Hafnarfirði

993. Ása ÍS 19 ex Ása ÍS 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1988.

Þegar ég var að setja inn myndina af Halldóru HF 61 hér áðan minnti mig að ég ætti mynd af Ásu ÍS 19 í sama slippnum, Drafnarslippnum.

Og það var rétt og hún skönnuð inn með hraði en það skemmtilega er að þarna í slippnum eru einnig Hásteinn ÁR 8 og Anna HF 39.

Þannig að, myndirnar voru teknar þegar báturinn fór upp sem Ása og niður sem Halldóra. Það mun hafa verið 1988 sem þessi nafnabreyting varð á bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldóra í Drafnarslippnum

993. Halldóra HF 61 ex Ása ÍS 19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldóra HF 61 er hér uppi í Drafnarslippnum í Hafnarfirði og einnig má sjá glitta í Hástein ÁR 8 og Önnu HF 39.

Halldóra HF 61 var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi og hét báturinn, sem er 60 brl. að stærð, Þróttur SH 4. Hann var smíðaður fyrir Hólma h/f í Stykkishólmi og lauk smíði hans árið 1965.

Báturinn hefur einnig borið nöfnin Morgunstjarnan, Páll Rósinkransson, Björn í Vík, og Ása. Eftir að hann hét Halldóra fékk hann nafnið Haftindur HF 123 en frá árinu 1999 hefur báturinn heitið Náttfari og gerður út til hvalaskoðunar frá Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution