Faxaborg GK 40

1314. Faxaborg RE 40 ex Moflag Junior. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Hér kemur einn gullmolinn til úr safni Jóns Páls Ásgeirssonar en myndin sýnir Faxaborgina GK 40 koma til hafnar í Hafnarfirði (held ég) drekkhlaðin loðnu.

Faxaborg GK 40 var keypt til landsins frá Noregi árið 1973 en þetta 459 brl. skip, sem áður hét Moflag Junior, var í eigu Faxaborgar sf. í Hafnarfirði.

Skipið var byggt hjá A/S Hommelvik Mek. Verksted í Noregi árið 1967, en lengt um 6 metra árið 1969. Faxaborg var búin 1100 hestafla MWM aðalvél.

Faxaborg átti sér systurskip í íslenska flotanum þar sem Loftur Baldvinsson EA 24 var en brúin á þeim var ekki eins.

Faxaborg GK 40 var seld aftur til Noregs í janúar 1976.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sandfell SU 75

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línubáturinn Sandfell SU 75 er hér á landleið til Grindavíkur en Jón Steinar tók þessar myndir af bátnum sl. laugardag.

Aflinn tæp 15 tonn samkvæmt vef Fiskistofu.

Sandfell er í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og hét áður Óli á Stað GK 99.

Báturinn er smíðaður hjá Seiglu á Akureyri 2014. er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,63 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution