Stakfell frá Þórshöfn

1609. Stakfell ÞH 360. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórshafnartogarinn Stakfell ÞH 360 er hér við bryggju á Húsavík en komur þess til Húsavíkur voru ekki tíðar ef ég man rétt.

Stakfellið er 50,75 metrar að lengd og 10,30 metrar að breidd og mældist 471 brl. að stærð. í því var, og er kannski enn, 2200 hestafla Wichmann aðalvél. Það var smíðað í Noregi og kom til heimahafnar á Þórshöfn sumarið 1982.

Stakfell ÞH 360 var selt til Rússlands árið 2000 og hélt nafni sínu þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gunni RE 51

1319. Gunni RE 51 ex Nunni GK 161. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Gunni RE 51 hét upphaflega Stefán Rögnvaldsson EA 345 og var smíðaður í Bátalóni árið 1973. Heimahöfn hans Dalvík.

Báturinn var 11 brl. að stærð og búinn 120 hestafla Power Marinevél. Heimahöfn hans var Dalvík þaðan sem hann var seldur út í Grímsey árið 1981. Þar fékk hann nafnið Nunni EA 87 og tveim árum síðar GK 161 með heimahöfn í Grindavík.

Árið 1984 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Gunni RE 51. Skipt var um stýrishús og hann gerður frambyggður árið 1995.

Gunni RE 51 fórst um 4 sjómílur suðvestur af Akranesi þann 14. febrúar árið 2000. Tveggja manna áhöfn var á bátnum og komst annar þeirra lífs af.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution