Sighvatur kom að landi eftir stuttan túr

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línuskipið Sighvatur GK 57 kom að landi í Grindavík í blíðunni í morgun. Þetta var stuttur túr hjá honum, aðeins tvær lagnir en hann var síðast í landi sl. fimmtudag.

Aflinn hjá honum var 175 kör eftir þessar tvær lagnir sem gerir tæp 60 tonn. Uppistaðan þorskur og ýsa.

Ástæða þess að um svona stuttan túr er að ræða hjá honum er sú að hann er að fara í slipp til skveringar og verður tekinn upp í kvöld.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lagarfoss kom til Húsavíkur í dag

IMO 9641314. Lagarfoss. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í dag og lagðist að Bökugarðinum.

Lagarfoss var smíðaður árið 2014 og er 141 metrar að lengd. Breidd hans er 23 metrar og hann mælist 10,106 GT að stærð.

Lagarfoss siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution