Hoffell að veiðum

2885. Hoffell SU 80 ex Smaragd. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2021.

Hoffell SU 80 er hér að loðnuveiðum út af Snæfellsnesi í dag en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð um borð í Álsey VE 2.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ljósafellið með fullfermi til Þorlákshafnar

1277. Ljósafell SU 70. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Togarinn Ljósafell SU 70 frá Fáskrúðsfirði kom til hafnar í Þorlákshöfn í dag með fullfermi sem gerir rúm 330 kör.

Uppstaða aflans var ufsi sem fékkst á svokölluðum Heimsmeistarahrygg og þar í kring á um það bil fjórum dögum.

Jón Steinar tók þessar myndir en Ljósafell SU 70 var smíðað 1973 í Japan en fór í umtalsverðar breytingar og endurbætur í Póllandi 1989 og aftur 2007. Skipið er 55,9 m langt, 9,5 m breitt og er um 844 BT að stærð. 

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er eigandi og útgerðaraðili Ljósafellssins sem sér frystihúsi fyrirtækisins fyrir hráefni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Katrín GK 266

1890. Katrín GK 266 ex Una GK 266. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Hér er Katrín GK 266 á landleið til Grindavíkur í gærdag. Afli dagsins var sagður 3 tonn eftir því sem Jón Steinar Sæmundsson segir á síðu sinni.

Búið að lengja bátinn (1997), og stytta aftur (2006), ásamt því að byggja yfir frá því hann var smíðaður á Ísafirði 1988. Katrín hét Jón Helgason ÁR 12 upphaflega og var með heimahöfn í Þorkákshöfn.

Katrín GK 266 er 14,98 metrar að lengd. 3,8 metrar að breidd og mælist 25 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Heimaey að kasta nótinni

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2021.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Álsey VE 2 tók þessar myndir fyrir 40 mínútum og sýna þær Heimaey VE 1 kasta nótinni.

Skipin voru þá á loðnumiðnum út af Snæfellsnesi ásamt Hoffelli SU 80.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution