Jón Finnsson RE 506

1283. Jón Finnsson GK 506 ex Havbas. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Jón Finnsson GK 506 er hér með nótina á síðunni en myndina tók Jón Páll Ásgeirsson fyrir margt löngu síðan á loðnumiðunum.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða h/f í Garði og var keyptur frá Noregi árið 1972. Hann var smíðaður í Smedvik Mek. Verksted, í Tjörvaag og hét áður Havbas. Hann var lengdur um 6,1 metra árið 1971.

Jón Finnsson GK 506 var í eigu Gauksstaða hf. í Garði til ársins 1978 er hann var seldur Gísla Jóhannessyni í Reykjavík. Hann var yfirbyggður 1976 og gerður út hér við land til ársins 1985 að hann var seldur til Chile. 

Þar hélt hann nafninu og er enn að sem seiðaflutningaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rögnvaldur Jónsson ÞH 107

1071. Rögnvaldur Jónsson ÞH 107. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rögnvaldur Jónsson ÞH 107 var smíðaður árið 1961 í Bátalóni í Hafnarfirði, hann var 8 brl. að stærð og með heimahöfn á Raufarhöfn alla tíð.

Báturinn var dekkaður árið 1968 en hann var smíðaður fyrir Jón, Eirík og Þorberg Guðmundssyni á Raufarhöfn.

Rögnvaldur Jónsson ÞH 107 var afskráður sumarið 2002.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution