
Í gær voru fimmtíu ár síðan Guðmundur A. Hólmgeirsson ( Alli minn) kom siglandi á nýjum báti til Húsavíkur og hóf þar útgerð.
Báturinn sem um ræðir var nýsmíðaður 11 brl. bátur sem Alli og Helga Nína kona hans létu smíða í Bátalóni í Hafnarfirði. Hann fékk nafnið Aron ÞH 10 hefur það nafn fylgt útgerðinni allar götur síðan.
Stefán sonur þeirra hjóna gerir útgerðarsögunni góð skil á Fésbókarsíðu sinni. Útgerðin heitir Knarrareyri ehf. og gerir í dag út Aron ÞH 105 til grásleppuveiða ásamt strandveiðum á sumrin.
Í tilefni afmælisins birtist hér mynd af Sædísi ÞH 305 en það nafn hefur einnig fylgt fjölskyldunni lengi.
Á þessari mynd eru Alli og Helga Nína að sigla úr Flatey til Húsavíkur í júnímánuði árið 2005. Ef mér skjöplast ekki má sjá æskuheimili Alla, Grund, í bakgrunni myndarinnar. Rétt vestan við krókstjakann 🙂
Ég óska Alla, Helgu Nínu og fjölskyldu til hamingju með 50 ára útgerðarafmælið en Alli, sem verður 82 ára í ár, bíður nú þess að það viðri til grásleppuróðra.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution