
Ágúst Guðmundsson GK 95 hé tupphaflega Viðey RE 12 og var smíðuð fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík. Smíðin fór fram í Noregi og kom báturinn í flotann árið 1964.
Viðey mældist 231 brl. að stærð og var búin 660 hestafla Lister aðalvél. Báturinn var endurmældur árið 1968 og varð þá 184 brl. að stærð.
Árið 1972 var Viðey seld Sókn hf. á Bíldudal og fékk nafnið Árni Kristjánsson BA 100. Haustið 1974 var nafninu breytt í Andri BA 100.
Í lok árs 1975 keypti Meitillinn hf. í Þorlákshöfn Andra og gaf honum nafnið Klængur ÁR 2.
Það var svo vorið 1982 sem Valdimar hf. í Vogum keypti bátinn og gaf honum nafnið Ágúst Guðmundsson GK 96. Heimild Íslens skip.
Ágúst Guðmundsson GK 95 var yfirbyggður 1988 í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og um leið sett á hann ný brú. Ári áður hafði veri skipt um aðalvél, 912 hestafla Caterpillar sett niður.
Valdimar hf. sameinaðist ásamt Fiskanesi hf. Þorbirninum í Grindavík árið 2000 og tveim árum síðar var Ágúst Guðmundsson GK 95 var seldur til Mexíkó þar sem hann fékk nafnið Thor.
Ljósmynd ÞA
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution