Húsavíkurhöfn á Sjómannadaginn 1969

Bátar við bryggju á Húsavík á Sjómannadaginn árið 1969. Ljósmynd Sigurður Pétur Björnsson (Silli)

Þessa skemmtilegu mynd tók Silli á Sjómannadaginn árið 1969 og sýnir hún Húsavíkurbáta við bryggju.

Þarn a má m.a sjá Kristjón Jónsson SH 77 sem síðar fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44 fremst við bryggjuna en báturinn var keyptur til Húsavíkur snemma þetta ár.

Af stærri bátunum má einni kenna, og þá byrjum við efst, Nausta ÞH 91, Grím ÞH25, Sæborgu ÞH 55, Glað ÞH 150, Svan ÞH 100, Hagbarð ÞH 81 og Sigurbjörgu ÞH 62.

Sunnan við bryggjuna liggja Fanney ÞH 130 og Freyja ÞH 125.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution