
Hér er Katrín GK 266 á landleið til Grindavíkur í gærdag. Afli dagsins var sagður 3 tonn eftir því sem Jón Steinar Sæmundsson segir á síðu sinni.
Búið að lengja bátinn (1997), og stytta aftur (2006), ásamt því að byggja yfir frá því hann var smíðaður á Ísafirði 1988. Katrín hét Jón Helgason ÁR 12 upphaflega og var með heimahöfn í Þorkákshöfn.
Katrín GK 266 er 14,98 metrar að lengd. 3,8 metrar að breidd og mælist 25 BT að stærð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution