Helga Jó VE 41.

486. Helga Jó VE 41 ex Dofri NK 100. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Helga Jó VE 41 hét upphaflega Guðrún ÞH 114 og var smíðuð á Akranesi árið 1961. Báturinn, sem var tæpar 12 brl. að stærð, var smíðaður í Bátastöð Akraness hf. fyrir Sigurð Finnbogason á Raufarhöfn.

Guðrún var seld til Hellisands árið 1964 og varð SH 116. Vorið 1969 var báturinn seldur til Keflavíkur og fékk nafnið Þórarinn KE 126. Sama ár var skipt um vél, í stað 86 hestafla Ford kom önnur eins.

Sumarið 1970 var báturinn kominn austur á Neskaupsstað þar sem hann fékk nafnið Kópur NK 100. 1971 var hann Dofri ÍS 201 frá Súðavík og haustið 1972 Dofri NK 100.

Árið 1978 var báturinn seldur til Reykjavíkur en engin nafnabreyting en vorið 1979 fær hann nýtt Þá keypti Jóhannes Kristinsson bátinn til Vestmannaeyja og gaf honum nafnið Helga Jó VE 41.

Báturinn var seldur til Færeyja sumarið 1981.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s