
Hvalaskoðunarbáturinn Númi HF 62 kemur hér til hafnar í Reykjavík sumarið 2010 en eins og glöggir síðulesarar sjá er hér um Stykkilshólmssmíði að ræða.
Upphaflega hét báturinn Ásbjörg ST 7 frá Hólmavík en hún var síðust í röð 50 brl. bátana sem Skipavík í Stykkilshólmi smíðaði. Hún var afhent árið 1977.
Saga bátsins mun koma fram hér síðar en í dag heitir báturinn Máni og er gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution