Indriði og Haukur

2947. Indriði Kristins BA 752 – 1269. Haukur BA 56. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Það var fallegt sumarkvöldið við Tálknafjörð þegar þessar myndir sem nú birtast voru teknar.

Staddur í Stóra-Laugardal þegar ég sá til Indriða Kristins á útleið og ekkert annað í stöðunni en að hlaupa niður í fjöru með stóru linsuna á og athuga hvað væri hægt að gera. Og nota bene stóra linsan er ekkert svo stór.

Þetta varð afraksturinn, Indriði Kristins siglir hjá fiskeldiskví þar sem Haukur BA 56 lá við en hann er þjónustubátur við fiskeldið þar vestra.

Þarna má segja að gamli og nýi tíminn hafi mæst, Indriði Kristins ársgamall plastbátur af stærstu gerð, þ.e.a.s í smábátaflotanum. Haukur hinsvegar tæplega hálfrar aldar gamall stálfiskibátur sem hefur fengið nýtt hlutverk.

En heppnin var með mér þarna því Indriða Kristins var snúið við og siglt aftur til hafnar á Tálknafirði og þá náði ég þessum myndum hér. Svei mér þá ef hann endar ekki á dagatalinu þetta árið.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s