Patrekur BA 64

1399. Patrekur BA 64 ex Haukaberg SH 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Patrekur BA 64 liggur hér við bryggju í Patrekshöfn á dögunum en það er Oddi hf. sem á og gerir bátinn út til línuveiða.

Patrekur BA 64 hét upphaflega Haukaberg SH 20 og var smíðaður í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Báturinn var smíðaður fyrir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmann í Grundarfirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti haustið 1974.

Þegar báturinn var seldur frá Grundarfirði árið 2015 hafði hann verið yfirbyggður, skutlengdur og komin á hann ný brú.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði (LVF) keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði sumarið 2015, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Í nóvember það ár seldi LVF Haukabergið til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda sem fékk nafnið Patrekur BA 64.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s