Andvari VE 100

1895. Andvari VE 100. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Á þessari mynd Tryggva Sigurðssonar gefur að líta Andvara VE 100. Andvari var 127 brl. að stærð og smíðaður árið 1989 fyrir Jóhann Halldórsson hjá Tczew Yard í Tczew í Póllandi.

Andvari VE-100 sökk um 12 sjómílur suður af Vík í Mýrdal þar sem hann var að veiðum vorið 1993. Átta manna áhöfn Andvara var bjargað um borð í Smáey VE-144, sem var á veiðum skammt frá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árbakur EA 5

2154. Árbakur EA 5 ex Árbakur EA 308. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Hér kemur Akureyrartogarinn Árbakur EA 5, til heimahafnar í júlímánuði árið 2006.

Árbakur, sem áður hét Natsek, var smíðaður fyrir Grænlendinga árið 1980 hjá Örskov Christensens Staalskibsvært A/S, Frederikshavn í Danmörku, og var smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Skipið var hannað af Nordvestconsult A/S og smíðað sem rækjutogari með frystibúnaði. Það var lengt um 12.1 metra árið 1984.

Árbakur var keyptur til landsins af ÚA árið 1991 og kom til heimahafnar á Akureyri í desember það ár.

Síðla árs 2003 fór Árbakur í viðamiklar breytingar til Póllands sem m.a fólust í hækkun brúar skipsins sem var hækkuð um sem nemur einni hæð.

Lesa má nánar um breytingarnar hér.

Í ársbyrjun 2007 var Árbakur orðinn RE 205, 2008-2011 hét hann Mars RE 205 en 2011 fær hann sitt fyrra nafn og númer.

Árið 2013 var Árbakur seldur til Frakklands þar sem hann fékk nafnið Halten Bank II og er heimahöfn hans Boulogne Sur Mer.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.