Skonnortan Opal á Skjálfandaflóa

2851. Opal á Skjálfandaflóa í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skonnortan Opal kom til Húsavíkur í kvöld og voru þessar myndir teknar við það tækifæri.

Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi. 

Á 8 árum (1973-1981) var Opal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið.

Opal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar á Húsavík.

2851. Opal. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Runólfur SH 135

2744. Runólfur Sh 135 ex Bergey VE 544. Ljósmynd Óskar Franz 2020.

Óskar Franz tók þessa mynd af Runólfi SH 135 koma til heimahafnar í Grundarfirði um helgina.

Runólfur SH 135 hét áður Bergey VE 544 og var smíðaður fyrir Berg-Hugin í Gdynia í Póllandi árið 2007.

Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði keypti skipið, sem er 486 brúttótonn að stærð, í fyrra og nefndi Runólf SH 135.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution