Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi.

Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók árið 1958. Kaupendur voru Valdimar Magnússon og Ólafur Jónsson og nefndu þeir bátinn Sigurvon SK 8.

Um miðjan sjöunda áratuginn kaupir Áslaugur Jóhannesson í Hrísey bátinn og gefur honum nafnið Þorfinnur EA 120. Í Hrísey var hann til ársins 1990 en þá keypti Sigurður Kristjánsson bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Ási ÞH 19. Sigurður seldi bátinn til Þórshafnar ári síðar en þá keypti hann Vilborgu ÞH 11 og nefndi Von ÞH 54.

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Manni ÞH 81 og árið 1994 fékk hann sitt síðasta nafn sem var Gísli á Bakka BA 400. Báturinn var afskráður í nóvember 1996.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s