Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Westvard HO TN 54. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir.

Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn.

Howard Ho var keyptur til Færeyja árið 1885 og gerður út til fiskveiða.

Jón Steinar skrifar svo á síðu sinni Báta& bryggjurölt:

Fram til ársins 1940 stundaði hún veiðar við Færeyjar, Ísland, Grænland, Bjarnarey og á Rockall svæðinu. Sett var vél hana á síðari hluta þriðja áratugar síðustu aldar eins og svo margar Færeyskar skútur á þeim tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni sigldi hún milli Íslands og Færeyja til Aberdeen með fisk. Síðasti túrinn sem Westward HO réri til fiskjar var farinn árið 1964.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áskell ÞH 48

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Áskell ÞH 48 kom með fullfermi til löndunar í Grindavík sl. laugardag og sendi Jón Steinar drónann til móts við hann og úr varð úrvals myndefni.

Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og afhenti á síðasta ári. Útgerð Áskels, Gjögur hf., lét smíða tvö þessara skipa en hitt er Vörður ÞH 44.

 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey að veiðum á Öræfagrunni

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Bergey VE 144 lá fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í morgun þar sem hún var að veiðum á Öræfagrunni.

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki og afhenti á síðasta ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution