
Vilborg ÞH 11 kemur hér í plássið sitt við eina flotbryggjuna í Húsavíkurhöfn í dag.
Báturinn, sem er í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, er af gerðinni Skel 80 og var smíðuð í Trefjum árið 1982.
Vilborg mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.
Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.