Ólafur Bjarnason SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ólafur Bjarnason SH 137 var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1973. Það var Valafell hf. í Ólafsvík sem lét smíða bátinn og hefur átt hann og gert út alla tíð.

Báturinn var skutlengdur um árið og þá hefur verið byggt yfir hann og skipt um brú. Mælist hann 113 brl. að stærð en upphaflega var hann 104 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víðir EA 423

7758. Víðir EA 423. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Þessar myndir af strandveiðibátnum Víði EA 423 frá Akureyri voru teknar á Siglufirði sumarið 2015.

Víðir EA 423, sem er Sómi 870 og rúmar 6 brl. að stærð. Skrokkur bátsins og stýrishús var steypt hjá Bátasmiðjunni Bláfelli í Reykjanesbæ en á vefnun aba.is segir að eigendur hans hafi klárað bátinn. Eigandi er Brúin ehf. á Akureyri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution