Vilborg

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Vilborg ÞH 11 kemur hér í plássið sitt við eina flotbryggjuna í Húsavíkurhöfn í dag.

Báturinn, sem er í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, er af gerðinni Skel 80 og var smíðuð í Trefjum árið 1982.

Vilborg mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.

Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skúmur ÍS 322

1872. Skúmur ÍS 322 ex Skúmur GK 22. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1995.

Hreiðar Olgeirsson tók þessa mynd veturinn 1995 þegar Skúmur ÍS 322 kom að slippkantinum á Akureyri. Geiri Péturs ehf. á Húsavík hafði þá keypt skipið sem var að fara í skveringu hjá Slippstöðinni.

Upphaflega hét skipið Skúmur GK 22 í eigu Fiskaness h/f í Grindavík. Smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987 og mældist 242 tonn að stærð.

Hafboði h/f í Hafnarfirði keypti Skúm GK 22 árið 1989 og heimahöfnin varð Hafnarfjörður. Skipið var skráð með heimahöfn á Flateyri 1994 og varð við það Skúmur ÍS 322. Sami eigandi samkvæmt vef Fiskistofu.

Útgerð Geira Péturs ÞH 344 kaupir Skúm ÍS 322 fyrri part árs 1995 og kom hann til heimahafnar á Húsavík 21. maí það ár.

Geiri Péturs ÞH 344 var gerður út á rækju frá Húsavík til ársins 1997 er hann var seldur til Noregs þar sem hann fékk nafnið Valanes T-285-T.

Seldur frá Noregi til Argentínu árið 2005 þar sem það er enn undir nafninu Argenova X.

Þess má geta til gamans að Argentínumenn gera einnig út systurskip Argenova, Argenova IX. Það skip var smíðað fyrir Norðmenn 1986 og hét upphaflega Mikal Berntsen.

Það bar síðan nöfnin Barentstrål og Skarodd áður það var selt suður eftir árið 2005.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution