1420 kominn á flot aftur

1420. ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Fyrrum Keilir SI 145 fór á flot í dag eftir að hafa verið í slipp á Húsavík síðan í september en þar var honum breytt í skemmtibát af flottustu gerð.

Það eru einhverjir dagar, eða vikur, í að hann verði klár en það voru teknar nokkrar myndir í dag og hér birtist ein. Set inn syrpu við tækifæri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.