
Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir.
Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn.
Howard Ho var keyptur til Færeyja árið 1885 og gerður út til fiskveiða.
Jón Steinar skrifar svo á síðu sinni Báta& bryggjurölt:
Fram til ársins 1940 stundaði hún veiðar við Færeyjar, Ísland, Grænland, Bjarnarey og á Rockall svæðinu. Sett var vél hana á síðari hluta þriðja áratugar síðustu aldar eins og svo margar Færeyskar skútur á þeim tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni sigldi hún milli Íslands og Færeyja til Aberdeen með fisk. Síðasti túrinn sem Westward HO réri til fiskjar var farinn árið 1964.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution