
Handfærabáturinn Dímon GK 38 kom til hafnar í Sandgerði í gær og tók Jón Steinar þessa mynd af honum þá.
Það er útgerðarfélagið Dímon ehf. sem gerir bátinn út en hann var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1997.
Báturinn, sem er Sómi 860, hét upphaflega Elsa Rún HF 44. Síðan árið 2000 hefur hann borið nöfnin Katrín GK 117, Dínó HU 70, Kári AK 24 og Dímon KE 48 en það nafn fékk hann árið 2017. Árið 2019 varð hann síðan GK 38.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution