Við bryggju í Bermeo í Baskalandi

IMO: 8737556. Izurdia Maitea. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Á ferð okkar um Baskaland sl. sumar áðum við um stund í hafnarbænum Bermeo og þá tók ég þessa mynd af fiskibátnum Izurdia Maitea sem lá þar við bryggju. Báturinn var smíðaður árið 1998 hjá Astilleros Cardama, S.A. í Vigo og er 107 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa Við bryggju í Bermeo í Baskalandi

Páll Jónsson lét úr höfn í dag

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Konungur línuveiðaranna, eins og Jón Steinar kallar hann, Páll Jónsson GK 7 lét úr höfn í Grindavík um kaffileytið í dag. Hann kom úr stuttum prufutúr sl. fimmtudag og meðan að óveðrið gekk yfir var tíminn nýttur í að laga og betrumbæta ýmislegt smálegt sem menn … Halda áfram að lesa Páll Jónsson lét úr höfn í dag

Kristey ÞH 25

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kristey ÞH 25 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hún hefur verið á dragnótaveiðum þegar myndirnar voru teknar. Báturinn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44.  Báturinn var seldur Höfða h/f … Halda áfram að lesa Kristey ÞH 25

Kristín lét úr höfn í morgun

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Það var þungur sjór í honum þegar að línuskipið Kristín GK 457 lét úr höfn í Grindavík um kl. 11 í morgun. Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir af þessu elsta línuskipið Vísis hf. sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303 og var smíðað í … Halda áfram að lesa Kristín lét úr höfn í morgun

Glæsilegur floti

Glæsilegur floti nýrra skipa í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Á þessari mynd Jóns Steinars frá því í gær má sjá þrjú af nýjustu skipum flotans við bryggju í Grindavík. Fremstur er línuveiðarinn Páll Jónsson GK sem smíðaður var fyrir Vísi í Póllandi og aftan við hann systurskipin Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48. … Halda áfram að lesa Glæsilegur floti

Siglunes ÞH 60

1100. Siglunes ÞH 60 ex Siglunes HU 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Siglunes ÞH 60 kemur hér að landi á Húsavík um árið en það var keypt til Húsavíkur haustið 1987. Dagur sagði svo frá 11. nóvember um komu bátsins til Húsavíkur: Siglunes ÞH 60, 101 tonna stálskip kom til heimahafnar á Húsavík á föstudagsmorguninn. Skipið … Halda áfram að lesa Siglunes ÞH 60

Jón Finnsson RE 506

1742. Jón Finnsson RE 506. Ljósmynd Sigfús Jónsson. Jón Finnsson RE 506 sem hér sést var smíðaður smíðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann.  Kom hann í stað eldra skips með sama nafni sem selt var til Chile árið 1985. 1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið … Halda áfram að lesa Jón Finnsson RE 506