Ísfirðingar á Húsavík

1148. Bára ÍS 66 – 1787. Stundvís ÍS 883. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það bar við á Húsavík sumarið 1993, ef ég man rétt, að bátar frá Ísafirði lönduðu úthafsrækju á Húsavík. Þá er ég að tala um báta af minni gerðinni sem hétu Bára ÍS 66, Stundvís ÍS 883 og Halldór Sigurðsson ÍS 14.

Bára ÍS 66 var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1971 sem Bára RE 26. Hún var 25 brl. að stærð. Keypt til Ísafjarðar árið 1976 og fékk þá ÍS 666. Hú heitir í dag Ramóna SU 840 og hefur legið í höfn á Seyðisfirði undanfarin ár.

Stundvís ÍS 887 var smíðaður í Garðabæ fyrir Hermann Skúlason árið 1987. Stundvís hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en heitir í dag Eyji NK 4 en það nafn fékk hann árið 2012.

Halldór Sigurðsson ÍS 14 hét upphaflega Sólfaxi SU 12 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1975. 27 brl. að stærð. Hann fékk nafnið Halldór Sigurðsson ÍS 14 árið 1985 en hann hafði verið í Hnífsdal undir nafninu Siggi Sveins ÍS 29 frá árinu 1981. Það var árið 2001 sem hann fékk nafnið Valur ÍS 20 sem hann ber í dag. Heimahafnir hans hafa verið á Ísafirði og í Súðavík þar sem hann hefur skráða heimahöfn í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

3 athugasemdir á “Ísfirðingar á Húsavík

  1. Sæll Hafþór.Ramóna er búin að liggja hérna á Seyðisfirði í nokkur ár,hún sökk hér við bryggju síðasta vetur en henni var bjargað.Ekki veit ég hvað menn ætla að gera við bátinn.

    Líkar við

    1. Sæll Hafþór.Var ferðalagið meira en litið skrautlegt þurfti ekki að hjálpa bátnum oftar en 1 sinni það minnir mig,en hérna liggur hún hvað sem verður.

      Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s