
Hamra-Svanur SH 201 hét upphaflega Oddeyrin EA 210 og var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri.
Togarinn var annað tveggja svokallaðra raðsmíðaskipa sem voru smíðuð í Slippstöðinni á þessum árum, hitt var Nökkvi HU 15.
Árið 1996 keypti Sigurður Ágústsson ehf. Oddeyrina EA 210 og nefndi Hamra-Svan SH 201. Skipið er 274 brl. að stærð, 38,80 metrar að lengd og 8,10 metra á breidd.
Hamra-Svanur SH 201 var seldur til Færeyja árið 2002.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution