
Strandferðaskipið Búrfell, sem kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn, hét áður Hekla og var í þjónustu Ríkisskipa.
Skipið var í eigu Ríkissjóðs Íslands og keypt hingað til lands árið 1984, þá tíu ára gamalt. Skipið hafði þá verið hér í leigu frá árinu 1981 og siglt á ströndina undir nafninu Vela.
Það var smíðað í Noregi, 1,926 GT að stærð og hét upphaflega Polstraum.
Í janúar 1992 fékk skipið nafnið Búrfell en þá hafði Samskip tekið við rekstri Heklu og Esju sem fengu nöfnin Búrfell og Kistufell.
Ekki hefur þetta staðið lengi því í frétt Morgunblaðsins 3. mars 1993 segir að Eimskip hafi tekið skipið, sem þá hét Katla og hafði legið verkefnalaust um tíma, á leigu af ríkinu. Leigutíminn sagður fjórar vikur og skipið notað á ströndina. Katla var seld úr landi sama ár.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution