Sleipnir VE 83 farinn áleiðis í pottinn

968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE 300. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019.

Sleipnir VE 83 lét úr höfn í Vestmannaeyjum undir kvöld í dag áleiðis til Belgíu þar sem báturinn fer í brotajárn.

Báturinn, sem hét upphaflega Krossanes SU 320, er eða var í eigu Vinnslustöðvarinar. Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í Boizenburg fyrir Íslendinga árin 1964-1968.

968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE 300. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019.

Nöfnin sem báturinn hefur borið á ferli sínum eru: Krossanes SU 320.Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, Aftur hét hann Hilmir KE 7. Bergur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16, Glófaxi VE 300 og að endingu Sleipnir VE 83.

968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE 300. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helgi SH 135 á toginu

2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í fyrradag af togbátnum Helga SH 135 að veiðum vestan við land.

Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.

Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og gaf honum Helganafnið.

Innan tíðar mun nýtt skip leysa Helga SH 135 af hólmi en Guðmundur Runólfsson hf. festi kaup á togskipinu Bergey VE 544 af Bergi-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum snemma á þessu ári.

2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lokys að veiðum á Svalbarðasvæðinu

IMO:9226736. Lokys LK 926 ex Qaqqatsiaq. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Rækjutogarinn Lokys LK 926 er hér að veiðum á Svalbarasvæðinu í vikunni en eins og komið hefur fram á síðunni keypti útgerðarfyrirtækið Reyktal hann frá Grænlandi í vor.

Togarinn, sem hét áður Qaqqatsiaq, hét upphaflega Steffen C GR-6-22 og var smíðaður árið 2001. Hann er 60 metrar að lengd og 15 metra breiður. Mælist 2,772 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution