Geir ÞH 150

459. Geir ÞH 150 ex Glaður ÞH 150. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þetta er eina myndin sem ég á af Geir ÞH 150 frá Þórshöfn en hana tók pabbi á Kodak Instamaticvélina sem til var á heimilinu á sínum tíma.

Gæðin eru eftir því en báturinn var smíðaður í Danmörku árið 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík. Báturinn hét Þórarinn RE 42.

Árið 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67.

Árið 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f og enn heldur báturinn nafninu en verður ÞH 150. Norðurborg h/f átti Glað til ársins 1973 en þá var báturinn seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983.  Heimild Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn ÁR 115

100. Haförn ÁR 115 ex Jón Jónsson SH 187. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Haförn ÁR 115 kemur að landi í Þorlákshöfn en hann var í eigu Marvers hf. á Stokkseyri árin 1988-1995.

Upphaflega Hoffell SU 80, smíðað í Noregi árið 1959. Síðar Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17 og að lokum SkálafellÁR 50.

Fór í brotajárn 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dögg SU 118

2718. Dögg SU 118 ex Dögg SF 18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Dögg SU 118 leitaði makríls á dögunum fyrir utan Grindavík og tók Jón Steinar þessar myndir af henni þá.

Dögg SU 118 er frá Trefjum af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Ölduós ehf. á Höfn í Hornafirði árið 2007.

Upphaflega var Dögg SF 18 en árið 2010 var skráningu hennar breytt í SU 118 og heimahöfnin Stöðvarfjörður.

2718. Dögg SU 118 ex Dögg SF 18. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution