Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka

2870. Anna eA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Grzegorz Maszota 2019.

Línuskip ÚA, Anna EA 305, er hér á Dorhnbanka við grálúðuveiðar, rétt innan miðlínunnar milli Íslands og Grænlands.

Myndirnar tók Grzegorz Maszota skipverji á Þórsnesi SH 109 sem einnig stundar grálúðuveiðar í net.

Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 BT að stærð. Keypt til Íslands árið 2013.

2870. Anna eA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Grzegorz Maszota 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ole-Arvid á toginu

IMO 9216949. Ole-Arvid Nergård T-5H ex Rosvik. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019.

Norski frystitogarinn Ole-Arvid Nergård T-5-H er hér við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum.

Ole-Arvid hét áður Rosvik og er í eigu Nergård Havfiske AS, heimahöfn hans er Harstad.

Togarinn var smíðaður árið 2001 í Aas Mekaniske Verksted AS í Vestnes í Noregi. Hann er 54,6 metrar að lengd og 13 metra breiður. Mælist 1498 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Star Osprey kom til Helguvíkur í gær

IMO 9315068. Star Osprey ex Gan Shield. Ljósmynd KEÓ 2019.

Olíuskipið Star Osprey kom til Helguvíkur í gær og á þesari mynd er það í fylgd tveggja hafsögubáta frá Faxaflóahöfnum.

Star Osprey er 183 metra langt, 32 metra breitt og mælist 30,068 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir flaggi Panama.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution